Enski boltinn

Gillet og Hicks að ganga frá yfirtöku á Liverpool

Tom Hicks og George Gillet voru á vellinum þegar Liverpool tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á þriðjudag.
Tom Hicks og George Gillet voru á vellinum þegar Liverpool tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á þriðjudag. MYND/AP

Bandarísku milljarðamæringarnir George Gillett og Tom Hicks hafa gengið frá yfirtöku á enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Þeir gerðu hluthöfum í félaginu tilboð upp á 5.000 pund á hlut sem svara átti fyrir mánudag en til þess að ná stjórnartaumunum í Liverpool þurftu þeir að ná þremur fjórðu af hlutum félagsins. Í tilkynningu til kauphallar frá Liverpool segir að þeir hafi þegar tryggt sér nærri 81 prósent af hlutunum.

Þeir Gillet og Hicks hafa uppi mikil áform fyrir Liverpool, þar á meðal að byggja nýjan heimavöl, en framkvæmdir við hann hefjast fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×