Fótbolti

Ekkert hrísgrjónarusl

Kínverskir knattspyrnumenn verða að hætta að lifa á eintómum kolvetnum og fara að borða nautakjöt og drekka mjólk ef þeir ætla sér að vera samkeppnishæfir á knattspyrnuvellinum. Þetta er niðurstaða vísindalegrar rannsóknar sem ráðgjafar kínverska þingsins létu gera á dögunum, en fjölmiðlafár hefur verið þar í landi síðan Ólympíulið Kínverja var leikið grátt í slagsmálum við leikmenn QPR í vináttuleik fyrir nokkru.

"Það þýðir ekkert að koma með afsakanir eins og þær að kínverskir leikmenn séu ekki vanir að borða kjöt og drekka mjólk. Ef þeir eiga að vera samkeppnishæfir í íþróttum eins og knattspyrnu verða þeir að hætta að lifa á eintómum hrísgrjónum. Við sáum allir slagsmálin við leikmenn QPR á dögunum og þar voru Kínverjarnir lamdir í klessu. Það hjómar sannarlega sorglega - en ef okkar menn væru stærri og stæðilegri - hvernig ættu mótherjarnir þá að geta lamið okkur," sagði líffræðingur við kínverska vísindaháskólann á þingfundi tendum landbúnaði í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×