Erlent

Ung sænsk kona fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Sænski rithöfundurinn Sara Stridsberg hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Sara, sem er 33 ára, fær verðlaunin fyrir skáldsögu sína Draumadeildina, sem var gefin út í fyrra. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar bókmenntaverðlaunanna tilkynnti niðurstöðuna í Norræna húsinu í morgun.

Rökstuðningur dómnefndar er svohljóðandi: “Draumadeildin er brennandi og margslungin frásögn. Sagan fjallar um Valerie Solanas, táknmynd hins róttæka femínista, og sorgleg örlög hennar. Sara Stridsberg blandar saman heimildum og skáldskap svo úr verður hrífandi verk. Draumadeildin ber undirtitilinn “framlag til kynjafræðanna” og sagan er átakanlegt uppgjör við ólíkar kúgunaraðferðir í samfélaginu. Þrátt fyrir alvarlegt viðfangsefni er Draumadeildin einstaklega kraftmikil skáldsaga með leikandi tungutaki.” 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×