Klíkumyndun og fjárhættuspil sögð ástæða slaks gengis West Ham 5. mars 2007 11:34 Frá leik Tottenham og West Ham í gær, en þar tapaði West Ham enn einum leiknum, nú á síðustu andartökunum. MYND/AP Klíkumyndun og fjárhættuspil fyrir tugi þúsunda punda innan leikmannahóps West Ham er meðal þess sem sagt er hrjá félagið en það stendur nú í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í grein á vef Guardian í gær. Þar segir að leikmenn, knattspyrnustjóri og stjórnendur félagsins, sem eru íslenskir, viti að þeir geti ekki hindrað það að liðið falli úr úrvalsdeildinni. Guardian hefur eftir ónefndum leikmanni West Ham að leikmenn hafi tapað allt upp í 50 þúsund pundum, jafnvirði 6,5 milljóna króna, í fjárhættuspilum í liðsrútunni á leið á leiki. „Ég hef aldrei sé að annað eins á ferli mínum. Það eru tóm vandræði, andrúmsloftið hræðilegt og menn ræða ekki hver við annan," segir leikmaðurinn í samtali við Guardian. Í greininni segir enn fremur að einn af leikmönnum liðsins, sem sé reyndur landsliðsmaður, hafi unnið 38 þúsund punda af félögum sínum á einu síðdegi og krafist peninganna. Alan Curbishley, knattspyrnustjóri liðsins, tali ekki lengur við leikmanninn vegna þessa. Þá munu tveir leikmenn hafa leitað sér aðstoðar vegna spilafíknar og sá þriðji á leiðinni. Mun Curbishley nú hafa bannað fjárhættuspil á ferðum liðsins en hefur ekki getað stöðvað þau utan æfinga. Við þetta bætist klíkumyndun innan leikmannahópsins, spenna milli Curbishleys og leikmanna og efasemdir um ákvarðanir Eggerts Magnússonar, stjórnarformans félagsins, að því er Guardian greinir frá. Þá er enn fremur haft eftir leikmanninum ónefnda að annar leikmaður, sem nýverið gekk til liðs við West Ham, hafi orðið undrandi þegar hann hafi verið boðaður á fund með stjórnendum félagsins á nektarstað, en félagið neitar því að fundurinn hafi átt sér stað. West Ham er nú á botni úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik frá því að Alan Curbishley tók við liðinu eftir jól og liðið á níu leiki eftir, þar á meðal gegn Arsenal, Manchester United og Chelsea, og því verður staða liðsins að teljast ansi erfið. Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Klíkumyndun og fjárhættuspil fyrir tugi þúsunda punda innan leikmannahóps West Ham er meðal þess sem sagt er hrjá félagið en það stendur nú í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í grein á vef Guardian í gær. Þar segir að leikmenn, knattspyrnustjóri og stjórnendur félagsins, sem eru íslenskir, viti að þeir geti ekki hindrað það að liðið falli úr úrvalsdeildinni. Guardian hefur eftir ónefndum leikmanni West Ham að leikmenn hafi tapað allt upp í 50 þúsund pundum, jafnvirði 6,5 milljóna króna, í fjárhættuspilum í liðsrútunni á leið á leiki. „Ég hef aldrei sé að annað eins á ferli mínum. Það eru tóm vandræði, andrúmsloftið hræðilegt og menn ræða ekki hver við annan," segir leikmaðurinn í samtali við Guardian. Í greininni segir enn fremur að einn af leikmönnum liðsins, sem sé reyndur landsliðsmaður, hafi unnið 38 þúsund punda af félögum sínum á einu síðdegi og krafist peninganna. Alan Curbishley, knattspyrnustjóri liðsins, tali ekki lengur við leikmanninn vegna þessa. Þá munu tveir leikmenn hafa leitað sér aðstoðar vegna spilafíknar og sá þriðji á leiðinni. Mun Curbishley nú hafa bannað fjárhættuspil á ferðum liðsins en hefur ekki getað stöðvað þau utan æfinga. Við þetta bætist klíkumyndun innan leikmannahópsins, spenna milli Curbishleys og leikmanna og efasemdir um ákvarðanir Eggerts Magnússonar, stjórnarformans félagsins, að því er Guardian greinir frá. Þá er enn fremur haft eftir leikmanninum ónefnda að annar leikmaður, sem nýverið gekk til liðs við West Ham, hafi orðið undrandi þegar hann hafi verið boðaður á fund með stjórnendum félagsins á nektarstað, en félagið neitar því að fundurinn hafi átt sér stað. West Ham er nú á botni úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik frá því að Alan Curbishley tók við liðinu eftir jól og liðið á níu leiki eftir, þar á meðal gegn Arsenal, Manchester United og Chelsea, og því verður staða liðsins að teljast ansi erfið.
Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira