Erlent

Fimm breskum ferðamönnum rænt í Eþíópíu

AP

Leitað er að fimm breskum sendiráðsstarfsmönnum sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag þegar þeim var rænt í Eþíópíu um 800 km norðaustur af höfuðborginni Addis Ababa.

Hópurinn var á ferðalagi ásamt þrettán eþíópískum aðstoðarmönnum um svæði skammt frá landamærum Erítreu sem þekkt er fyrir að vera aðsetur mannræningja og uppreisnarmanna. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda ferðafélagsins var hópur franskra kvikmyndagerðamanna sem ekki heldur náðist samband við, á ferð um sama svæði, en hann hefur nú komið í leitirnar. Uppreisnarmönnum frá Erítreu er kennt um mannránið.

Tíu manna sendinefnd breskra embættismanna fundar nú með sérfræðingi í gíslatökumálum og eþíópískum yfirvöldum í breska Sendiráðinu í Addis Ababa og leitar úrlausna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×