Erlent

Alexandra gekk í það heilaga í dag

MYND/ Berlingske Tidende
Alexandra fyrrverandi prinsessa Dana og eiginkona Jóakims prins, giftist í dag ljósmyndaranum Martin Jørgensen í Öster Egede kirkjunni á suður Sjálandi. Prinsessan gekk inn kirkjugólfið ásamt sonum sínum og kom út klukkutíma síðar sem greifynja. Alexandra klæddist sérhönnuðum ljósum brúðarkjóli með síðu slöri. Foreldrar Alexöndru voru viðstödd en enginn frá konungsfjölskyldunni var sjáanlegur. Brúðarparið valdi sjálf prest, organista og kór en Alexandra óskaði eftir aðstoð lögreglu að halda forvitnum almenningnum og fjölmiðlafólki frá kirkjunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×