Erlent

Búa sig undir erfiða nótt

Ung kona og barn hennar sjást hér ganga fram hjá brunarústum bíla við Kristíaníu.
Ung kona og barn hennar sjást hér ganga fram hjá brunarústum bíla við Kristíaníu. MYND/AFP
Lögreglan í Kaupmannahöfn býr sig nú undir erfiða nótt. Viðbúnaður er í hámarki þar sem fjölmenn mótmæli hófust klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Búist er við því að mesti óróleikinn verði mestur á Nörrebro. Lögregla hefur talsverðar áhyggjur af því að ástandið gæti orðið eins og það var í París árið 2005 en þá kveiktu ungmenni í borginni í bílum og gengu berserksgang um fjölmörg hverfi borgarinnar.

Mótmælendurnir eru nú á leið frá Gammeltorv til Skt. Hans Torv og ætla sér að hittast þar um miðnætti. ÞEir höfðu hist fyrr í kvöld í Folkets Hus og ráðfært sig um hvað þeir ætluðu að gera næst.

Lögregla hefur kallað út aukalið og fengið lánaða 20 brynvarða bíla frá lögreglunni í Svíþjóð til þess að nota í kvöld. Lögreglan hefur líka eftirlit með því hvort að fólk sé að koma erlendis frá til þess að taka þátt í mótmælunum. Fylgst er með lestar- og flugferðum og því hverjir koma til landsins. Lögreglan segir að ástandið sé eldfimt og að lítið þurfi til þess að það verði erfitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×