Fótbolti

Zlatan aftur með sænska landsliðinu

MYND/AFP

Sættir hafa tekist með sænska sóknarmanninnum Zlatan Ibrahimovic og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Svía, sem þýðir að Zlatan mun aftur leika með sænska landsliðinu.

Eftir því sem fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins átti Zlatan langan fund með Lagerbäck í gær þar sem þeir settu niður deilur sínar og verður leikmaðurinn því væntanlega í landsliðshóp Svía sem mætir Norður-Írum í undankeppni EM í lok mars.

Ekki er langt síðan Zlatan sagðist ekki ætla að leika aftur með liðinu en hann var settur út úr landsliðshópnum í haust vegna agabrota fyrir leik gegn Lichtenstein í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×