Erlent

Handtóku foringja Talibana

Öryggissveitir í Pakistan handtóku í morgun Mullah Obaidullah Akhund, sem er einna æðstur Talibana sem haldið hafa uppi skærum í Afganistan undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Pakistan hafa þó ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn en þetta staðhæfa þó embættismenn við fréttastofu BBC. Akhund er æðsti Talibaninn sem hefur verið handtekinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan fyrir sex árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×