Fótbolti

Hiddink dæmdur fyrir skattsvik

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink var í morgun dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæpra fjögurra milljóna króna vegna skattsvika.

Eftir því sem fram kemur á fréttavef Reuters var Hiddink sakaður um að hafa skotið um 120 milljónum króna undan skatti í Hollandi með því að þykjast búa í Belgíu á árunum 2002 og 2003. Saksóknarar höfðu farið fram á 10 mánaða fangelsisdóm yfir Hiddink en varð ekki að ósk sinni.

Hiddink var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna en hann þjálfar nú rússneska landsliðið í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×