Erlent

Fæddist í 23. viku meðgöngu og lifði af

Á myndinni má sjá Amilliu rétt eftir fæðingu. Hún var aðeins 24 og hálfur sentimeter á lengd þegar hún fæddist.
Á myndinni má sjá Amilliu rétt eftir fæðingu. Hún var aðeins 24 og hálfur sentimeter á lengd þegar hún fæddist. MYND/AP
Fyrirburi sem læknar segja að hafi eytt minni tíma í móðurkviði en nokkur annar verður útskrifaður af sjúkrahúsi í Miami í Bandaríkjunum í dag. Amillia Sonja Taylor var aðeins 24 og hálfur senitmeter á lengd og ekki nema 284 grömm á þyngd þegar hún fæddist þann 24. október á síðasta ári. Hún fæddist í 23. viku meðgöngu en algengt er að konur gangi með börn í 37 til 40 vikur. Amillia hefur verið í hitakassa og fengið súrefni síðan hún fæddist.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.