Fótbolti

Dregið í riðla í Copa America

Brassar eru handhafar bikarsins
Brassar eru handhafar bikarsins NordicPhotos/GettyImages

Í gærkvöldi var dregið í riðla Copa America, eða Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Keppnin verður í Venesúela og stendur yfir frá tuttugasta og sjöunda júní til fimmtánda júlí. Keppnin verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, var viðstaddur þegar dregið var í riðla en keppnin er nú haldin í fyrsta sinn í Venesúela þar sem spilað verður á 9 völlum.

Brasilíumenn eru núverandi meistarar en þeir hafa unnið Suður- Ameríkukeppnina sjö sinnum. Þeir mæta Mexikóum í fyrsta leik 27. júní. Tíu Suður-Ameríkulið taka þátt í keppnini auk Mexikó og Bandaríkjanna.

Í A-riðli eru Venesúlar, Bolivíumenn, Úrugvæjar og Paragvæjar

Í B-riðli Brasilíumenn, Mexikóar, Ekvadorar og Chilemenn

Og í C-riðli Argentínumenn, Bandaríkjamenn, Paragvæjar og Kolumbíumenn.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í 8-liða úrslit auk tveggja liða sem eru með besta árangurinn í riðlakeppninni. Úrslitaleikurinn verður í Maracaibo 15. júlí. Arnar Björnsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×