Fótbolti

Barcelona neitar að hafa rangt við

Cristiano Ronaldo í leik Portúgala og Brasilíumanna á þriðjudag.
Cristiano Ronaldo í leik Portúgala og Brasilíumanna á þriðjudag. MYND/AP

Spænska liðið Barcelona neitar því að hafa aðhafst eitthvað ólöglegt og rætt við umboðsmann Portúgalans Cristianos Ronaldo, leikmanns Manchester United, um framtíð hans í vikunni.

Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, sást með umboðsmanni Ronaldos á leik Portúgals og Brasílíu í Lundúnum á þriðjudag og ýtti þar með undir vangaveltur um það að Ronaldo væri á leið til Barcelona.

Begiristain segir félagið hafa áhuga á Ronaldo en neitar að hafa rætt það við umboðsmanninn á leiknum. Þeir séu aldagamlir vinir en Barcelona fari eftir lögum og reglum sem banna að félög ræði við umboðsmenn leikmanna án þess að tala við félagið sem leikmaðurinn er á mála hjá fyrst og fá hjá því leyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×