Fótbolti

Sautján ára piltur yfirheyrður vegna dauða lögreglumanns

Mynd úr öryggismyndavél af fótboltabullum sem tóku þátt í óeirðunum á Sikiley á föstudaginn var.
Mynd úr öryggismyndavél af fótboltabullum sem tóku þátt í óeirðunum á Sikiley á föstudaginn var. MYND/AP

Lögreglan á Sikiley greindi í dag frá því að yfirheyrslur stæðu nú yfir 17 ára pilti sem grunaður er um að vera valdur að dauða lögreglumanns í átökum tengdum viðureign sikileysku liðanna Catania og Palermo á föstudaginn var.

Öllum leikjum í ítalska boltanum var frestað vegna dauða lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn lést eftir að heimatilbúinni sprengju var kastað inn í bifreið hans fyrir utan leikvang Catania en auk þess slasaðist annar lögreglumaður alvarlega í átökunum. Ítölsk stjórnvöld hafa hert öryggisreglur á ítölskum knattspyrnuleikvöngum í kjölfar átakanna og uppfylla nú aðeins sex leikvangar skilyrði stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×