Þjálfari Nígeríu reiður 7. febrúar 2007 02:17 Samherjarnir John Obi Mikel og Michael Essien frá Chelsea öttu kappi í gær NordicPhotos/GettyImages Segja má að gærkvöldið hafi ekki verið kvöld Austin Eguavoen, þjálfara Nígeríu. Lið hans steinlá 4-1 fyrir Gana í æfingaleik á Englandi og tapaði þar með fyrir Gana í fyrsta skipti í 15 ár. Tveir leikmanna nígeríska liðsins sem leika á Englandi voru svo heldur betur í eldlínunni. Framherjinn Obafemi Martins hjá Newcastle var valinn í lið Nígeríu fyrir tveimur vikum og gaf fullan kost á sér í leikinn - en hann var hvergi sjáanlegur þegar liðið mætt til leiks í gærkvöld og kunni þjáfari liðsins honum litlar þakkir fyrir hegðan sína. Þá vakti mikla athygli að hinn ungi John Obi Mikel hjá Chelsea spilaði allar 90 mínúturnar fyrir Nígeríu í gær, en Jose Mourinho hafði áður lýst því yfir að drengurinn væri meiddur á læri og yrði frá keppni í amk tvær vikur. "Hvað Obafemi Martins varðar mun ég fara með mál hans í valdamestu menn innan knattspyrnuhreifingarinnar, því svona framkoma er til háborinnar skammar. Í máli Mikel verð ég að segja að ég skil ekkert í Jose Mourinho að segja að hann sé meiddur, því hann spilaði allan leikinn og kenndi sér einskis meins. Ég er hræddur um að Mourinho hafi ekki verið að segja mér allan sannleikann," sagði Eguavoen hundfúll eftir leikinn. Mörk frá Laryea Kingson, Sulley Muntari, Junior Agogo og varamanninum Asamoah Frimpong tryggðu Ganamönnum þægilegan sigur á liði Claude Le Roy og ærðust stuðningsmenn Ganaliðsins á pöllunum og ruddust sumir hverjir inn á völlinn eftir annað og þriðja markið á Griffin Park. Taiwo Taye minnkaði muninn fyrir Nígeríu úr vítaspyrnu. Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Sjá meira
Segja má að gærkvöldið hafi ekki verið kvöld Austin Eguavoen, þjálfara Nígeríu. Lið hans steinlá 4-1 fyrir Gana í æfingaleik á Englandi og tapaði þar með fyrir Gana í fyrsta skipti í 15 ár. Tveir leikmanna nígeríska liðsins sem leika á Englandi voru svo heldur betur í eldlínunni. Framherjinn Obafemi Martins hjá Newcastle var valinn í lið Nígeríu fyrir tveimur vikum og gaf fullan kost á sér í leikinn - en hann var hvergi sjáanlegur þegar liðið mætt til leiks í gærkvöld og kunni þjáfari liðsins honum litlar þakkir fyrir hegðan sína. Þá vakti mikla athygli að hinn ungi John Obi Mikel hjá Chelsea spilaði allar 90 mínúturnar fyrir Nígeríu í gær, en Jose Mourinho hafði áður lýst því yfir að drengurinn væri meiddur á læri og yrði frá keppni í amk tvær vikur. "Hvað Obafemi Martins varðar mun ég fara með mál hans í valdamestu menn innan knattspyrnuhreifingarinnar, því svona framkoma er til háborinnar skammar. Í máli Mikel verð ég að segja að ég skil ekkert í Jose Mourinho að segja að hann sé meiddur, því hann spilaði allan leikinn og kenndi sér einskis meins. Ég er hræddur um að Mourinho hafi ekki verið að segja mér allan sannleikann," sagði Eguavoen hundfúll eftir leikinn. Mörk frá Laryea Kingson, Sulley Muntari, Junior Agogo og varamanninum Asamoah Frimpong tryggðu Ganamönnum þægilegan sigur á liði Claude Le Roy og ærðust stuðningsmenn Ganaliðsins á pöllunum og ruddust sumir hverjir inn á völlinn eftir annað og þriðja markið á Griffin Park. Taiwo Taye minnkaði muninn fyrir Nígeríu úr vítaspyrnu.
Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Sjá meira