Fótbolti

Danir nýttu færi sín vel gegn Áströlum

Hinn íslensk-ættaði Tomasson skoraði tvö mörk fyrir Dani í gær
Hinn íslensk-ættaði Tomasson skoraði tvö mörk fyrir Dani í gær NordicPhotos/GettyImages
Danir lögðu Ástrala að velli 3-1 í vináttuleik á Loftus Road á Englandi í gærkvöldi þar sem segja má að frammistaða Dana fyrir framan mark andstæðinganna hafi ráðið úrslitum í annars jöfnum leik. Jon Dahl Tomasson skoraði tvö marka Dana og Daniel Jensen eitt, en Brett Emerton minnkaði muninn fyrir Ástrali með marki beint úr aukaspyrnu undir lokin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×