Erlent

Stjórnarskrárvarinn réttur til að blóta

Dómstóll í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur komist að því að lögreglumaður hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar með því að handtaka mann fyrir að blóta á almennum borgarafundi.

Thomas Leonard var að ávarpa bæjarstjórn í heimabæ sínum eftir að kona hans hafði lögsótt bæinn vegna tiltekins samnings. Sakaði hann bæjarstjórnina um að hlunnfara fjölskyldu sína og sagði: „Þess vegna er búið að höfða helvítis mál á hendur ykkur."

Þetta þótti lögreglumanninum Stephen Robinson of mikið og handtók Leonard fyrir óviðunandi hegðun og fyrir að blóta. Mátti hann dúsa í fangelsi í klukkustund vegna þess en fallið var frá ákærum á hendur honum mánuði síðar.

Lögmenn lögreglumannsins íhuga nú að fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×