Erlent

Tuttugu látnir eftir óveðrið í Flórída

Tuttugu hafa nú fundist látnir eftir að óveður gekk yfir miðhluta Flórída í gær. Ríkisstjórinn í Flórída, Charlie Crist, fór um hamfarasvæðið í dag og sá hundruð húsa, fyrirtækja og kirkna í rúst. Lýsti hann ástandinu á þann veg að það væri eins og sprengja hefði sprungið á svæðinu.

Gríðarlegt uppbyggingarstarf bíður í fjórum sýslum sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð nákvæmlega. Crist greindi frá því að hann hefði rætt við Bush Bandaríkjaforseta og Michael Chertoff um mikilvægi þess að ríkisstjórnin kæmi íbúum á svæðinu til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×