Erlent

Næstmannskæðasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída

Björgunarsveitir leita nú fólks í rústum húsa í bæjum í miðhluta Flórídaríkis þar sem óveður gekk yfir í gær. Nítján hafa fundist látnir eftir illviðrið og eru hundruð heimila í rúst.

Verst var ástandið í bænum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake. Hefur ríkisstjórinn í Flórída, Charlie Crist, lýst yfir neyðarástandi í fjórum sýslum í Flórídaríki en hann lýsti ástandinu á þann hátt að það væri eins og sprengja hefði sprungið í miðju ríkinu. Von er á aðstoð frá Almannavarnastofnun Bandaríkjanna um helgina enda talið að tjónið nemi milljörðum króna.

Þetta er næstmannskæðasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída frá upphafi skráninga en árið 1998 létust 42 þegar fimm hvirfilbylir gengu yfir borgina Orlando.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×