Erlent

Nítján látnir eftir illviðri í Flórída

Frá hjólhýsahvefrfi í Deland á Flórdía sem eyðilagðist í skýstrókunum í gær.
Frá hjólhýsahvefrfi í Deland á Flórdía sem eyðilagðist í skýstrókunum í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að skýstrókar gengu yfir miðhluta Flórída í gær og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Verst var ástandið í bæðum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake.

Hefur ríkisstjórinn í Flórída lýst yfir neyðarástandi í fjórum sýslum í Flórídaríki en hann lýsti ástandinu á þann hátt að það væri eins og sprengja hefði sprungið í miðju ríkinu. Í einni sýslnanna var jafnframt komið á útgöngubanni vegna ótta við að ræningjar færu á stjá og hirtu það sem heillegt værI. Von er á aðstoð frá Almannavarnastofnun Bandaríkjanna um helgina enda talið að tjónið nemi milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×