Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara 26. janúar 2007 18:46 Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira