Innlent

Hátt í 300 myndaðir við hraðakstur á viku

MYND/Pjetur
Nærri þrjú hundruð ökumenn voru myndaðir í myndavélabílum lögreglunnar við Stekkjarbakka í Reykjavík og í Hvalfjarðargöngum í þessari viku þar sem þeir óku of hratt. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar. Þá voru 26 manns teknir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring. Sá elsti sem stöðvaður var reyndist 65 ára en hann mældist á 128 kílómetra hraða í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Sá yngsti var 17 ára. Lögregla segir marga hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða í gær og var það jafnt innan sem utanbæjar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×