VG segja samstöðu ekki náð um stækkun álbræðslu 24. janúar 2007 21:45 Álverið í Straumsvík. MYND/Vísir Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna. Í tilkynningunni segir að „Hið sanna í málinu er að fulltrúar VG hafa ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, komið að skipulagsvinnu sem meðal annars lýtur að starfs- og mengunarskilyrðum stóriðju innan bæjarmarkanna. VG hefur hins vegar tekið afdráttarlausa afstöðu gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þessi afstaða hefur ítrekað komið fram af hálfu fulltrúa VG innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og annars staðar á opinberum vettvangi. Þetta er bæjarstjóra Hafnarfjarðar fullkunnugt um. Fréttaflutningur í dag 24.janúar á rætur að rekja til fréttamannafundar sem efnt var til í dag þar sem bæjarstjóri tekur þá afstöðu að rangtúlka álit starfshóps skipulags og byggingaráðs Hafnarfjarðar um hugsanlega stækkun álbræðslunnar, Alcan og stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í hag. Bæjarstjórinn setur samasemmerki á milli deiliskipulagsvinnu annars vegar og fylgispektar við stækkun álbræðslunnar hins vegar. Það sýnir hve fráleit þessi tenging er í kosningum um stækkunina. Afstaða VG hefur verið og er að kjósendur eigi að standa frammi fyrir skýrum valkostum um þetta mikilvæga mál og kjósa um stækkun álbræðslunnar en ekki deiliskipulag." Fréttir Innlent Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna. Í tilkynningunni segir að „Hið sanna í málinu er að fulltrúar VG hafa ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, komið að skipulagsvinnu sem meðal annars lýtur að starfs- og mengunarskilyrðum stóriðju innan bæjarmarkanna. VG hefur hins vegar tekið afdráttarlausa afstöðu gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þessi afstaða hefur ítrekað komið fram af hálfu fulltrúa VG innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og annars staðar á opinberum vettvangi. Þetta er bæjarstjóra Hafnarfjarðar fullkunnugt um. Fréttaflutningur í dag 24.janúar á rætur að rekja til fréttamannafundar sem efnt var til í dag þar sem bæjarstjóri tekur þá afstöðu að rangtúlka álit starfshóps skipulags og byggingaráðs Hafnarfjarðar um hugsanlega stækkun álbræðslunnar, Alcan og stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í hag. Bæjarstjórinn setur samasemmerki á milli deiliskipulagsvinnu annars vegar og fylgispektar við stækkun álbræðslunnar hins vegar. Það sýnir hve fráleit þessi tenging er í kosningum um stækkunina. Afstaða VG hefur verið og er að kjósendur eigi að standa frammi fyrir skýrum valkostum um þetta mikilvæga mál og kjósa um stækkun álbræðslunnar en ekki deiliskipulag."
Fréttir Innlent Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira