Fótbolti

Spánverji á láni til West Ham

Kepa Blanco í leik með Sevilla
Kepa Blanco í leik með Sevilla GettyImages

West Ham gengu í kvöld frá lánssamningi við Kepa Blanco, spænskan framherja sem er á mála hjá Sevilla á Spáni. Blanco verður hjá Hömrunum það sem eftir er tímabils og eiga þeir þá kost á að tryggja sér þjónustu hans til frambúðar.

Blanco, sem er 23 ára, er fimmti leikmaðurinn sem Eggert Magnússon og félagar fá til West Ham í janúarglugganum en áður hafa Lucas Neill, Calum Davenport, Nigel Quashie og Luis Boa Morte skrifað undir samninga á Upton Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×