Erlent

Fimm særðir í skotbardaga í Líbanon

Stuðningsmaður Hisbollah í Beirút notar líbanska fánann fyrir grímu.
Stuðningsmaður Hisbollah í Beirút notar líbanska fánann fyrir grímu. MYND/AP
Fimm eru særðir, þar af einn mjög alvarlega, eftir skotbardaga í smáþorpi í Líbanon í dag milli stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar og mótmælenda sem fylgja stjórnarandstöðunni að málum.

Vitni segja meðlimi Framtíðarhreyfingarinnar sem er fylgjandi stjórninni og meðlimi Sýrlenska þjóðarflokksins hafa lent saman í þorpinu Halba á meðan verkfall og mótmælaaðgerðir hafa mikil áhrif á allt líbanskt þjóðlíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×