Erlent

Stórlaxar vilja vernda andrúmsloftið

Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Bandaríkin hafa ekki staðfest Kyoto-sáttmálann og Bush hefur hingað til hafnað því að takmarka útblástur með lögum.

"Við getum og verðum að bregðast skjótt við til að samræma og markaðsvæða varnir fyrir andrúmsloftið," sögðu forstjórarnir í bréfi til Bush. Þeir hafa stofnað samtökin USCAP (US Climate Action Partnership) sem eiga að þrýsta á um takmarkanir á útblæstri þannig að draga megi saman um 60% fyrir árið 2050.

Meðlimir USCAP eru forstjórar Alcoa, BP America DuPont, Caterpillar, General Electric, Lehman Brothers, FPL Group og PG and E.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×