Erlent

Milljónir hindúa baða sig í Ganges í dag

Hindúabörn við árbakka Ganges
Hindúabörn við árbakka Ganges MYND/AP
Milljónir trúaðra hindúa baða sig í ánni Ganges í dag, á síðasta degi trúarhátíðarinnar Ardh Kumbh Mela. Hundruð nakinna öskuborinna manna sem hindúar telja heilaga leiddu fylkinguna niður að ánni í morgun. Nærri 70 milljón hindúar taka þátt í baðhátíðinni sem stendur yfir í 45 daga.

Þeir trúa því að þannig hreinsi þeir sig af syndum sínum og færist nær endanlegu takmarki í endurholdgunarferlinu. Samkvæmt hindúatrú börðust guðir og djöflar á himnum uppi um drykk sem veitir eilíft líf. Nokkrir dropar féllu, samkvæmt sögunni, niður í Ganges-ána í Allahabad þar sem fólkið baðar sig í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×