Erlent

Bjarga túnfiskinum

Áhugasamir túnfiskkaupendur kanna frosinn túnfisk á markaði í Tokyo.
Áhugasamir túnfiskkaupendur kanna frosinn túnfisk á markaði í Tokyo. MYND/AP
Alheimsráðstefna til bjargar túnfiski er að hefjast í Kobe í Japan. Fimm svæðisbundin hafrannsóknarráð sem stjórna veiðum á túnfiski hvert á sínu svæði eru mætt til ráðstefnunnar, einnig atkvæðamiklar túnfiskveiðiþjóðir og náttúruverndarsamtök. Túnfiskur er einn verðmætasti fiskur í heimi en í mikilli útrýmingarhættu.

Meðal annars verður reynt að koma á upprunavottunarkerfi sem torveldar sjóræningjaskipum að selja afla sinn.

Í Vestur-Atlantshafinu er hrygningarstofn túnfisks aðeins einn fimmti af því sem hann var fyrir 30 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×