Erlent

Nýr yfirmaður Ísraelshers

Þrautreyndur hershöfðingi var kallaður af eftirlaunum til að taka við yfirstjórn Ísraelshers, að því er ísraelskir fjölmiðlar greindu frá í morgun. Yfirhershöfðingi Ísraelshers sagði af sér í síðustu viku vegna mistaka í stríðinu í Líbanon í sumar.

Gaby Ashkenazy er 52ja ára og hefur verið ráðuneytisstjóri varnarmálaráðuneytinu.

Val hans verður líklega tilkynnt formlega síðar í dag eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra, hefur fundað með varnarmálaráðherranum Amir Peretz.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×