Erlent

Þjóðernissinnar með flest atkvæði í Serbíu

Vojislav Kostunica, núverandi forsætisráðherra, er nokkuð viss um að núverandi stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfinu.
Vojislav Kostunica, núverandi forsætisráðherra, er nokkuð viss um að núverandi stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfinu. MYND/AP
Flokkur þjóðernissinnaðra Serba er sigurvegari þingkosninga í landinu með 29% atkvæða. 62% af 6,6 milljón kjósendum skiluðu inn atkvæði, enda var mikill áhugi fyrir kosningunum. Eins og spáð var hlaut enginn einn flokkur eða kosningabandalag hreinan meirihluta, því verður að mynda samsteypustjórn í landinu.



Flestir telja þó að atkvæðafjöldinn skili Þjóðernisflokkinum ekki í ríkisstjórn, þar sem núverandi stjórnarsamstarf miðju- og hægrisinnaðra Evrópusinna getur haldið áfram ef samkomulag næst við tvo minni flokka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×