Erlent

Egypsk kona látin úr fuglaflensu

MYND/AP
Egypsk kona lést í dag úr fuglaflensu eftir sex daga sjúkrahúsvist. Warda Eid Ahmed var 27 ára en hún var talin vera með lungnabólgu þegar hún var flutt á landssjúkrahúsið í Kaíró. Warda er ellefti Egyptinn sem deyr úr fuglaflensu. 19 hafa veikst af sjúkdómnum síðan í febrúar á síðasta ári en 8 hafa náð sér aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×