Innlent

Viðurkenndu að mistök hefðu átt sér stað gagnvart Byrginu

Fyrir fjórum árum flutti félagsmálaráðuneytið fjárframlag Byrgisins á nýja kennitölu, þar sem líknarfélagið var gjaldþrota. Ríkisendurskoðun gaf leyfi fyrir þessu að uppfylltum ströngum skilyrðum sem ekki var fylgt eftir.

Stjórnarliðar á þingi í dag svöruðu harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar með því að viðurkenna að mistök hefðu átt sér stað gagnvart Byrginu.

Hrakfarasagan í samskiptum ríkisvaldsins og Byrgisins var til umræðu utan dagsrkár á þingi í dag en umræðan var að beiðni Lúðvísk Bergvinssonar. Var hart sóst eftir viðurkenningu á ábyrgð - ekki síst eftir að viðvörunarbjöllur klingdu á árum áður um brotalöm í rekstrinum.

Þannig hefur Stöð 2 plögg undir höndum sem sýnir að árið 2003 varð Byrgið gjaldþrota. Félagsmálaráðuenytið spyr þá Ríkisendurskoðun hvort flytja megi ríkisframlagið á nýja kenntölu - líknarfélagsins Rokkville.

Ríkisendurskoðandi telur að þrotabúið eigi tæplega lögvarða kröfu á ríkið en það sé í lagi að láta peningana á nýju kennitöluna - það er, að uppfylltum stífum skilyrðum. Þau skilyrði lúti að því að tryggja að framlagið fari sannanlega til rekstrarins. Eins og fram kom í greinagerð ríkisendurskoðunar á dögunum verður ekki séð að gengið hafi verið eftir því að staðið yrði við þessi skilyrði. Þetta var gagnrýnt á þinginu í morgun.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×