Erlent

Minnismerkið um óþekktu vændiskonuna

Vændiskona í Amsterdam bíður viðskiptavina úti í glugga.
Vændiskona í Amsterdam bíður viðskiptavina úti í glugga. MYND/Reuters
Rauðljósahverfið í Amsterdam mun bæta fjöður í hatt sinn á næstunni: til stendur að reisa þar styttu til heiðurs vændiskonum um víða veröld. Styttan verður líkast til afhjúpuð í lok mars.



Listamaðurinn Els Rijerse er höfundur styttunnar: "í mörgum löndum eiga vændiskonur mjög erfitt og fólk ber ekki nokkra virðingu fyrir þeim. Styttunni er ætlað að veita þeim öllum styrk og hughreystingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×