Erlent

Björguðu áhöfn af flutningaskipi á Ermarsundi

Snarvitlaust veður var á Bretlandi og í nágrannaríkjunum í gær.
Snarvitlaust veður var á Bretlandi og í nágrannaríkjunum í gær. MYND/AP
Breska strandgæslan og þyrlur frá breska flughernum björguðu í gær skipverjum af flutningaskipi sem hafði laskast í óveðrinu sem gekk yfir meginland Evrópu í nótt.

Skipið rak stjórnlaust um Ermarsundið og höfðu skipverjar þegar yfirgefið það þegar björgunarmenn bar að garði. Aðstæður voru erfiðar við björgunin en ölduhæð náði allt að níu metrum og vindhraði varð mestur um áttatíu kílómetrar á klukkustund.

Flutningaskipið, sem skráð er í London, var með 75 gáma um borð og sögðu frönsk yfirvöld að farmurinn væri hættulegur. Þau vildu þó ekkert frekar segja um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×