Erlent

Lægsta olíuverð í 19 mánuði

Gaslogi á olíuborpalli í Norðursjó.
Gaslogi á olíuborpalli í Norðursjó. MYND/Norsk hydro
Verðið á hráolíu hrapaði niður fyrir 50 dollara á tunnuna í dag, í fyrsta skipti í 19 mánuði. Verðið hrundi eftir skýrslu sem sýndi að Bandaríkjamenn eiga miklar olíubirgðir á lager. Lítið hefur verið notað af olíu í vetur þar sem veðurfar hefur verið óvenju hlýtt og ekki hefur þurft að kynda í líkingu við fyrri ár.

Í skýrslunni kemur fram að hráolíuforðinn hefur aukist um 6,8 milljónir tunna, sem er langt umfram 100 þúsunda tunnurnar sem búist var við að myndu bætast við. Þá fjölgaði bensíntunnunum um 3,5 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×