Innlent

Guðmundur í Byrginu ætlar að kæra nauðgun

Guðmundur í Byrginu hefur neitað að hafa nokkurn tíma stundað BDSM-kynlíf. Myndband sem slapp á netið sýnir annað.
Guðmundur í Byrginu hefur neitað að hafa nokkurn tíma stundað BDSM-kynlíf. Myndband sem slapp á netið sýnir annað. MYND/Gunnar V. Andrésson

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, segist ætla að kæra stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf hefur kært hann fyrir nauðgun. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Myndband hefur gengið manna á millum á netinu í dag þar sem Guðmundur sést í BDSM kynlífsleikjum með stúlkunni.

 

Áður hafði Guðmundur staðfastlega neitað því í viðtölum að hafa nokkurn tíma stundað BDSM-kynlíf eða að hafa átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna, sem var á sínum tíma vistmaður í Byrginu.

Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, hefur kæra Guðmundar ekki borist en hann segist hafa ástæðu til að ætla að hún berist von bráðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×