Enski boltinn

Allardyce ósáttur að missa af Dunn

David Dunn er á leið heim til Blackburn
David Dunn er á leið heim til Blackburn NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er afar óhress með ákvörðun varnarmannsins David Dunn að ganga í raðir Blackburn á elleftu stundu eftir að hann hafði gengist undir læknisskoðun og var við það að fara til Bolton.

Dunn hefur leikið með Birmingham síðan árið 2003, en þangað fór hann einmitt frá Blackburn, sem nú virðist hafa endurheimt týnda son sinn. "Það er auðvitað erfitt fyrir okkur að keppa við félag frá heimabæ hans, en við erum rosalega vonsviknir að missa af honum svona á síðustu stundu," sagði Allardyce. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×