Erlent

Reyna að stöðva straum ófrískra Kínverja til Hong Kong

MYND/GVA

Yfirvöld í Hong Kong hafa sett ný lög til þess að draga úr straumi ófrískra kvenna frá meginlandi Kína sem þangað koma til að fæða börn sín.

Þangað hafa konurnar meðal annars leitað þar sem heilbrigðisþjónusta er betri en á meginlandinu auk þess sem þær geta þar komið sér undan kínverskum lögum sem kveða á um að kínversk hjón megi aðeins eignast eitt barn. Álagið á heilbrigðisstofnanir í Hong Kong hefur margfaldast með þessu og því hafa yfirvöld í Hong Kong komið upp miðlægu bókunarkerfi þar sem kvóti er settur á fjölda ófrískra kvenna sem koma frá meginlandi Kína. Hong Kong heyrði undir breska samveldið til ársins 1997 þegar það sameinaðist Kína en hins vegar hélt Hong Kong sínum lögum og reglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×