Erlent

Yfirmaður ísraelska hersins segir af sér

Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Yfirmaðurinn, David Halutz, sagði áður að ef rannsóknarnefndin teldi hann ábyrgan vegna mistaka í stríðinu í Líbanon, þá segði hann af sér.

Nefndin á hins vegar enn eftir að skila niðurstöðu og því kemur afsögn Halutz nokkuð á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×