Erlent

12 metrar horfnir af fjörunni

Eyrarsund ýfðist svo mikið upp í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð og Danmörku um helgina að öldurnar brutu marga metra af strandlengju Skáns í Suður-Svíþjóð. Við Ysted í Suður-Svíþjóð eru að meðaltali níu metrar horfnir af fjörunni. Einn sumarbústaður er nú þremur metrum frá öldunum en stóð áður 15 metrum frá sjónum.

Íbúar á ströndinni hafa árum saman verið uggandi yfir eyðingu strandarinnar og hafa reynt að hlaða varnargarða en allt kemur fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×