Innlent

Önnur kæran lögð fram gegn Guðmundi í Byrginu

Þrítug kona lagði í dag fram kæru gegn Guðmundi Jónssyni forstöðumanni Byrgisins, fyrir kynferðislega misbeitingu um nokkurra ára skeið þegar hún var skjólstæðingur Byrgisins. Þetta er önnur konan sem leggur fram kæru á hendur Guðmundi.

Í desember, eftir umfjöllun Kompáss um málefni Byrgisins, lagði Ólöf Ósk Erlendsdóttir, 23 ára gömul kona, fram kæru á hendur honum þar sem hún sakar hann einnig um kynferðislega misbeitingu. Í viðtali í Íslandi í dag sagði Ólöf að samband hennar og Guðmundar hefði staðið yfir í um tvö ár.

Guðmundur Jónsson hefur ítrekað neitað því í fjölmiðlum að hafa átt í kynferðissambandi við skjólstæðinga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×