Fótbolti

Eriksson ekki að taka við Marseille

NordicPhotos/GettyImages
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla á liðnum dögum að hann sé að taka við franska liðinu Marseille. Eriksson er nú staddur í Dubai þar sem hann fylgist með fjögurra liða móti og segist vera í viðræðum við nokkur félög. Marseille er reyndar eitt liðanna á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×