Einkarekstur og fyrirtækjaleikskólar ekki lausnin Björn Gíslason skrifar 10. september 2007 14:00 MYND/Pjetur Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur ekki að það leysi neinn vanda að auka einkarekstur eða stofna fyrirtækjaleikskóla eins og formaður leikskólaráðs borgarinnar hefur lagt til sem lausn á manneklu leikskólanna. Björg segir enga jafnlaunastefnu í gildi hjá Kennarasambandinu heldur miklu fremur hjá sveitarfélögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa um 300 börn fengið pláss á leikskólum Reykjavíkur en ekki hefur verið hægt að taka á móti þeim vegna manneklu. Slíkt ástand hefur komið upp undanfarin haust og hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs borgarinnar, viðrað þær hugmyndir að skoða beri einkarekstur og jafnvel kanna vilja atvinnurekenda til þess að koma á fót leikskóla fyrir sína starfsmenn. Sveitarfélögin að fría sig ábyrgð Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir að félagið sem slíkt hafi ekkert á móti einkarekstri en nú eru um 10 prósent leikskóla rekin af einkaðailinum. „Ég tel hins vegar að með því að bjóða út reksturinn leysi menn ekki þann vanda sem nú er uppi," segir Björg og telur að sveitarfélögin séu með því að fría sig ábyrgð á málaflokknum. „Ég hef talið að það væri vilji fólksins í landinu að það ætti að vera verkefni opinberra aðila að veita þessa þjónustu," segir Björg. Um þær hugmyndir að fyrirtæki starfræki leikskóla fyrir starfsmenn sína segir Björg: „Ef samfélagið er sammála um það reka skóla út frá hagsmunum fyrirtækja er þetta gott en ég held að þetta leysi ekki vandann." Meginmunurinn sé því sá að slíkir skólar myndu starfa út frá hagsmunum fyrirtækja en ekki foreldra óháð þjóðfélagsstöðu eins og opinberir skólar reyni. Hún bendir á að Ríkisspítalarnir hafi á sínum tíma rekið leikskóla og þá hafi skólavistin verið háð atvinnu foreldranna þannig að þegar fólk hætti misstu börnin leikskólaplássið. Jafnlaunastefna hjá sveitarfélögunum Þorbjörg Helga sagði enn fremur í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að hún efaðist um að opinbert kerfi leikskóla þrifist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands og að jafnlaunastefna Kennarasambandsins væri úrelt. Björg segist ekki vita um hvaða jafnlaunastefnu Þorbjörg er að tala. „Það er ekkert í kjarastefnu félaga Kennarasambandsins sem kemur í veg fyrir að laun séu hækkuð umfram lágmarkstaxta," segir Björg. Hins vegar hafi sveitarfélögin gert með sér samþykkt um að fara ekki yfir ákveðin laun. Því sé fremur um jafnlaunastefnu sveitarfélaganna að ræða. Björg bendir enn fremur á að í kjarasamningum séu ákvæði um tímabundin viðbótarlaun til kennara. Þar sé beinlínis skilgreind leið til þess að takast á við markaðsaðstæður. Aðspurð um hvort hún sjái einhverja varanlega lausn á manneklu leikskólanna segir Björg að það þurfi stórátak og sátt í þjóðfélaginu um að borga kennurum og umönnunarstéttum miklu hærri laun vilji menn á annað borð að þessi þjónusta verði trygg. „Þá er ég að tala um sátt um að laun þessara hópa hækki án þess að hræðslupólitík um ógn við stöðugleikann sé yfirvofandi," segir Björg. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur ekki að það leysi neinn vanda að auka einkarekstur eða stofna fyrirtækjaleikskóla eins og formaður leikskólaráðs borgarinnar hefur lagt til sem lausn á manneklu leikskólanna. Björg segir enga jafnlaunastefnu í gildi hjá Kennarasambandinu heldur miklu fremur hjá sveitarfélögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa um 300 börn fengið pláss á leikskólum Reykjavíkur en ekki hefur verið hægt að taka á móti þeim vegna manneklu. Slíkt ástand hefur komið upp undanfarin haust og hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs borgarinnar, viðrað þær hugmyndir að skoða beri einkarekstur og jafnvel kanna vilja atvinnurekenda til þess að koma á fót leikskóla fyrir sína starfsmenn. Sveitarfélögin að fría sig ábyrgð Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir að félagið sem slíkt hafi ekkert á móti einkarekstri en nú eru um 10 prósent leikskóla rekin af einkaðailinum. „Ég tel hins vegar að með því að bjóða út reksturinn leysi menn ekki þann vanda sem nú er uppi," segir Björg og telur að sveitarfélögin séu með því að fría sig ábyrgð á málaflokknum. „Ég hef talið að það væri vilji fólksins í landinu að það ætti að vera verkefni opinberra aðila að veita þessa þjónustu," segir Björg. Um þær hugmyndir að fyrirtæki starfræki leikskóla fyrir starfsmenn sína segir Björg: „Ef samfélagið er sammála um það reka skóla út frá hagsmunum fyrirtækja er þetta gott en ég held að þetta leysi ekki vandann." Meginmunurinn sé því sá að slíkir skólar myndu starfa út frá hagsmunum fyrirtækja en ekki foreldra óháð þjóðfélagsstöðu eins og opinberir skólar reyni. Hún bendir á að Ríkisspítalarnir hafi á sínum tíma rekið leikskóla og þá hafi skólavistin verið háð atvinnu foreldranna þannig að þegar fólk hætti misstu börnin leikskólaplássið. Jafnlaunastefna hjá sveitarfélögunum Þorbjörg Helga sagði enn fremur í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að hún efaðist um að opinbert kerfi leikskóla þrifist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands og að jafnlaunastefna Kennarasambandsins væri úrelt. Björg segist ekki vita um hvaða jafnlaunastefnu Þorbjörg er að tala. „Það er ekkert í kjarastefnu félaga Kennarasambandsins sem kemur í veg fyrir að laun séu hækkuð umfram lágmarkstaxta," segir Björg. Hins vegar hafi sveitarfélögin gert með sér samþykkt um að fara ekki yfir ákveðin laun. Því sé fremur um jafnlaunastefnu sveitarfélaganna að ræða. Björg bendir enn fremur á að í kjarasamningum séu ákvæði um tímabundin viðbótarlaun til kennara. Þar sé beinlínis skilgreind leið til þess að takast á við markaðsaðstæður. Aðspurð um hvort hún sjái einhverja varanlega lausn á manneklu leikskólanna segir Björg að það þurfi stórátak og sátt í þjóðfélaginu um að borga kennurum og umönnunarstéttum miklu hærri laun vilji menn á annað borð að þessi þjónusta verði trygg. „Þá er ég að tala um sátt um að laun þessara hópa hækki án þess að hræðslupólitík um ógn við stöðugleikann sé yfirvofandi," segir Björg.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira