Erlent

Anand nýr heimsmeistari í skák

Indverjinn Vishwanathan Anand er nýr heimsmeistari í skák. Hann varð efstur með níu stig á átta manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Mexíkóborg.

Anand tryggði sér titilinn með jafntefli við Peter Leko frá Ungverjalandi í lokaumferð mótsins í gærkvöldi. Vladimir Kramnik, fráfarandi heimsmeistari, var í öðru sæti á mótinu, með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×