Erlent

Skjálftar í Kyrrahafi

MYND/Getty Images

Snarpur jarðskjálfti varð í Kyrrahafi um 500 kílómetra suðvestur af Nýjasjálandi í morgun en engar fréttir hafa borist af neinum skaða og yfirvöld telja ólíklegt að hann hafi valdið flóðbylgju. Skjálftinn var 7,4 stig.

Annar skjálfti, 7,1 stig, skók eyjuna Guam fyrr í morgun en ekki er vitað til að hann hafi heldur valdið skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×