Riddaratign Rushdies mótmælt víða um heim Jónas Haraldsson skrifar 20. júní 2007 06:57 Íranar og Pakistanar hafa formlega mótmælt ákvörðun Breta að aðla rithöfundinn Salman Rushdie. Íranska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bretlands í Tehran á sinn fund í gærkvöldi og sagði öðlun Rushdies, sem skrifaði bókina Söngvar Satans, ögrun við Írana. Pakistanar mótmæltu einnig og sögðu þetta sýna fram á algert skeytingarleysi Breta gagnvart múslimum. Þeir kölluðu sendiherra Bretlands á sinn fund og báru fram formleg mótmæli. Þá sagði ráðherra trúarmála í Pakistan sagt að aðalstignin gæti réttlætt sjálfsmorðsárásir gegn breskum þegnum. Hann útskýrði síðar yfirlýsingu sína og sagði öfgatrúarmenn geta réttlætt árásir á þennan hátt. Þá hafa fjölmenn mótmæli orðið í Malasíu í morgun vegna riddaratignar Rushdie. Samkvæmt fréttum í Bretlandi hefur hann farið með veggjum eftir veitingu hennar og lítið viljað tjá sig um málið í fjölmiðlum. Bretar neituðu því að öðlunin hefði átt að móðga Íslam eða múslima. Mikil mótmæli urðu í löndunum tveimur þegar bókin Söngvar Satans kom út. Khomeini, fyrrum æðstiklerkur Írana, gaf þá út dauðadóm á hendur Rushdie. Fór hann í felur í framhaldi af því og sneri ekki aftur fyrr en 1998 þegar íranska ríkisstjórnin sagði að dómurinn væri fallinn úr gildi. Í bók sinni Söngvar Satans segir Rushdie frá baráttu góðs og ills og sameinar skáldskap, heimspeki og farsa. Múslimar mótmæltu samstundis þar sem þeir sögðu Rushdie hafa framið guðlast með lýsingu sinni á spámanninum Múhammad. Erlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Íranar og Pakistanar hafa formlega mótmælt ákvörðun Breta að aðla rithöfundinn Salman Rushdie. Íranska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bretlands í Tehran á sinn fund í gærkvöldi og sagði öðlun Rushdies, sem skrifaði bókina Söngvar Satans, ögrun við Írana. Pakistanar mótmæltu einnig og sögðu þetta sýna fram á algert skeytingarleysi Breta gagnvart múslimum. Þeir kölluðu sendiherra Bretlands á sinn fund og báru fram formleg mótmæli. Þá sagði ráðherra trúarmála í Pakistan sagt að aðalstignin gæti réttlætt sjálfsmorðsárásir gegn breskum þegnum. Hann útskýrði síðar yfirlýsingu sína og sagði öfgatrúarmenn geta réttlætt árásir á þennan hátt. Þá hafa fjölmenn mótmæli orðið í Malasíu í morgun vegna riddaratignar Rushdie. Samkvæmt fréttum í Bretlandi hefur hann farið með veggjum eftir veitingu hennar og lítið viljað tjá sig um málið í fjölmiðlum. Bretar neituðu því að öðlunin hefði átt að móðga Íslam eða múslima. Mikil mótmæli urðu í löndunum tveimur þegar bókin Söngvar Satans kom út. Khomeini, fyrrum æðstiklerkur Írana, gaf þá út dauðadóm á hendur Rushdie. Fór hann í felur í framhaldi af því og sneri ekki aftur fyrr en 1998 þegar íranska ríkisstjórnin sagði að dómurinn væri fallinn úr gildi. Í bók sinni Söngvar Satans segir Rushdie frá baráttu góðs og ills og sameinar skáldskap, heimspeki og farsa. Múslimar mótmæltu samstundis þar sem þeir sögðu Rushdie hafa framið guðlast með lýsingu sinni á spámanninum Múhammad.
Erlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira