Féll fyrir borð í flúðasiglingum
Ferðamaður féll fyrir borð í flúðasiglingum nærri Brúarhlöðum í Árnessýslu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hann fótbrotnaði þegar hann skall utan í stein í straumiðunni,en samferðafólki gekk vel að ná honum aftur um borð. Kallað var eftir aðstoð og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landspítalans í Reykjavík þar sem gert var að brotinu.