Erlent

iPhone á markað í Bandaríkjunum í dag

Fyrstu iPhone-tæki Apple tölvufyrirtækisins verða seld í New York í Bandaríkjunum í kvöld og hafa spenntir kaupendur þegar safnast saman við búðir í borginni.

Löng röð myndaðist við Apple-búðina við fimmta stræti fyrr vikunni en ekki verður fyrsta tækið selt þar fyrr en klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Tækið er í grunninn farsími sem verður líka hægt að nota til að hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og vafra um á netinu.

Sérhannaður snertiskjár er eitt af því sem heillar við nýju græjuna sem er sögð valda byltingu á margmiðlunar markaðnum. Græjan verður komin í verslanir í Evrópu síðar í sumar og líkast til þegar haustar hér á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×