Dómari í Baugsmálinu ákvað að fresta spurningum Gests Jónssonar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna 17. ákæruliðar í Baugsmálinu. Sá liður felur í sér meiri háttar bókhaldsbrot Baugs vegna Kaupþings í Luxemborg á árinu 1999. Þótti Arngrími Ísberg dómara eðlilegt að taka þær spurningar samhliða öðrum ákæruliðum síðar.
Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari spurði Jón Ásgeir almennra spurninga um rekstur og uppbjör Baugs á árunum 2000 og 2001. Þriðji og fjórði kafli ákærunnar snúa að meintum bókhaldsbrotum tengdum uppgjöri Baugs. Nú er réttarhlé, en þegar því líkur hefjast yfirheyrslur vegna einstakra ákæruliða í 3. og 4. kafla.