Kambódískur faðir segist þekkja aftur dóttur sína í ungri konu sem nýlega fannst í frumskóginum. Dóttir mannsins var talin af, þar sem hún hvarf inn í frumskóginn fyrir 19 árum, þá átta ára gömul. Frumskógarkonan talar ekkert skiljanlegt tungumál en faðir hennar segist þekkja aftur ör á bakinu á henni.
AP-fréttastofan segir frá því að maður sem býr í námunda við frumskóginn hafi tekið eftir því að hádegismatnum hans hafi verið stolið. Hann hafi því fengið félaga sína í för með sér og fundið konuna, sem lýst er sem "hálfri manneskju, hálfu dýri."
Erlent